Gjaldskyld bílastæði
Visthæfar skífur
Reglur um visthæfar bifreiðar (1.janúar 2020).
1.janúar 2022 tóku gildi nýjar reglur um bifreiðar sem eiga rétt á visthæfum skífum. Þær bifreiðar sem falla áfram undir rétt á visthæfum klukkuskífum til ársloka 2022 eru:
a)Bifreiðar sem ganga eingöngu fyrir rafmagni, rafgeymabílar og skráða lengd minni en 5 m.
b)Bifreiðar sem ganga fyrir vetni og skráða lengd minni en 5m.
Skífur og miða með gildistíma er hægt að nálgast í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14.
Nánari upplýsingar er að finna hér:
https://reykjavik.is/thjonusta/visthaefir-bilar
Reglur um bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík
Heimilt er að leggja bifreiðum, sem skilgreindar eru visthæfar, gjaldfrjálst í 90 mínútur í gjaldskyld bílastæði ef gild visthæf skífa er í framrúðu bifreiðar. Bifreiðar sem hafa rétt á visthæfum skífum eru eftirfarandi:
a) Bifreiðar sem ganga eingöngu fyrir rafmagni (rafgeymabílar) og skráða lengd minni en 5 m.
b) Bifreiðar sem ganga fyrir vetni og skráða lengd minni en 5m.
Gjaldfrelsi gildir einungis fyrir bifreiðar með klukkuskífum útgefnum af Reykjavíkurborg og fellur niður ef bifreið er á nagladekkjum. Tími gjaldfrelsis miðast við hverja ökuferð en endurnýjast ekki við tilflutning milli bílastæða. Heimildin fellur niður sé bifreiðin á negldum hjólbörðum.
Nýjar reglur taki gildi 1. janúar 2022. Heimildir samkvæmt þeim gildi til 31. des. 2022.