Leggðu eins og meistari


E


Ósk um endurupptöku ákvörðunar um álagningu stöðvunarbrotagjalds

Endurupptaka (andmæli)

Ákvörðun um álagningu

Endurupptaka

(andmæli)

Mynt og greiðslukort

 Á gjaldsvæðum eru ýmist stöðumælar eða miðamælar til að greiða fyrir afnot stæðisins.
Stöðumælar eru við hvert stæði, taka eingöngu mynt og byrja að telja niður tíma um leið og greitt hefur verið. Stöðumælar og miðamælar taka 10, 50 og 100 kr. mynt.

Miðamælar ná yfir stærri svæði og taka bæði mynt og greiðslukort (debet- og kreditkort). Hægt er að greiða í miðamælana áður en gjaldskylda byrjar en þeir byrja ekki að telja fyrr en eftir að gjaldskylda hefst. Mælirinn telur aðeins þann tíma sem gjaldskylda er í gildi og því er hægt að kaupa fyrir nokkra daga í einu, það getur t.d. borgað sig á gjaldsvæði 3 þar sem tveir fyrstu tímarnir eru dýrastir. Byrjað er á að setja inn bílnúmer, síðan er upphæð valin og loks er greitt. Ekki er þörf á að setja miða á mælaborð ef bílnúmer er sett inn en ef óskað er eftir sölukvittun eða tímamiða til áminningar þarf í lokin að velja hvort eigi að prenta út kvittun eða ekki. Nánari leiðbeiningar er að finna hér.Miðar úr miðamælum gilda einnig við stöðumæla sbr. lista hér að neðan.

  • Tímamiði keyptur á gjaldsvæði 1 gildir á gjaldsvæði 1, 2, 3 og 4.
  • Tímamiði keyptur á gjaldsvæði 2 gildir á gjaldsvæði 2, 3 og 4.
  • Tímamiði keyptur á gjaldsvæði 3 gildir eingöngu á gjaldsvæði  3.
  • Tímamiði keyptur á gjaldsvæði 4 gildir eingöngu á gjaldsvæði 4.