Gjaldskyld bílastæði
Starfsemin
Megintilgangurinn með rekstri sjóðsins er að stýra nýtingu
bílastæða í því skyni að útvega gestum og viðskiptavinum vel staðsett
skammtímastæði þar sem nauðsyn krefur. Bílastæðasjóður fer jafnframt með
eftirlit með bifreiðastöðum í því skyni að greiða fyrir umferð gangandi jafnt
sem akandi vegfarenda.
Hjá Bílastæðasjóði eru 32 starfsmenn og þar af eru 8 starfsmenn á skrifstofu.
Sjóðurinn rekur þrjá visthæfa bíla sem nýttir eru við eftirlit í úthverfum
borgarinnar.
Bílastæðasjóður rekur sjö bílahús í miðborg Reykjavíkur með 1140 stæðum.
Bílahúsin eru afrakstur af rekstrarafgangi sjóðsins undanfarin ár.