Leggðu eins og meistari


E


Ósk um endurupptöku ákvörðunar um álagningu stöðvunarbrotagjalds

Endurupptaka (andmæli)

Ákvörðun um álagningu

Endurupptaka

(andmæli)

Breytingu á gjaldskyldutíma og gjaldskrá frestað 09.09.2020 14:55

Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 11. september 2019, voru samþykktar tillögur Bílastæðasjóðs um breytingar á gjaldskyldutíma og gjaldskrá, auk breytinga á afmörkun gjaldskyldusvæðis 1. Tillögurnar byggðu á greiningu á nýtingu bílastæða vorið 2019.

Breytingarnar voru auglýstar í Stjórnartíðindum þann 10. mars 2020 en komu ekki til framkvæmda. Ástæða þessa er að forsendur fyrir breytingu á gjaldskrá breyttust með tilkomu COVID-19. Reikna má með að vinna þurfi aftur mikið af þeim greiningum sem lágu að baki tillögu Bílastæðasjóðs, sem byggðu á talningum um nýtingu bílastæða og greiningu samkvæmt bílastæðastefnu borgarinnar. Verður farið í þá vinnu þegar ástandið í þjóðfélaginu verður orðið eðlilegra en þar til verður óbreyttur gjaldskyldutími og gjaldskrá.