Leggðu eins og meistari


E


Ósk um endurupptöku ákvörðunar um álagningu stöðvunarbrotagjalds

Endurupptaka (andmæli)

Ákvörðun um álagningu

Endurupptaka

(andmæli)

Göngugötur 29.05.2020 12:28

Einsog komið hefur fram í fréttum (https://reykjavik.is/frettir/umferdarmerki-komin-upp-vid-gongugotur) er búið að merkja göngugötur í miðbænum.  Svæðin eru merkt með umferðarmerkinu B01.11.- Allur akstur bannaður. Undirmerki auglýsir siðan að lestun og losun er heimil 7-11 virka daga og 8-11 um helgar. Bílastæðasjóður hefur eftirlit með bifreiðastöðum á svæðinu með vísun í  28.grein umferðarlaga nr. 77/2019:

"Eigi má stöðva vélknúið ökutæki eða leggja því á stöðum sem ekki eru ætlaðir fyrir umferð slíkra ökutækja, svo sem gangstétt, göngustíg, göngugötu, hjólarein eða hjólastíg nema annað sé ákveðið, sbr. 1. mgr. 84. gr. Sama á við um umferðareyjar, grassvæði og aðra svipaða staði."

 Í 3.grein umferðarlaganna er síðan nánari skilgreining á göngugötu:

"Göturými sem aðallega er ætlað gangandi vegfarendum og er merkt sem slíkt. Umferð annarra ræðst af merkingum og ákvæðum laga þessara."

 

Minnum einnig á sumargötur, sjá frétt á vef Reykjavíkuborgar: https://reykjavik.is/frettir/sumargongugotur-i-midborginni

 

Nánar um göngugötur hér: https://gongugotur.reykjavik.is/

 

Sjá kort hér: http://bilastaedasjodur.is/stodvunarbrotagjold/gongugotur