Leggðu eins og meistari


E


Ósk um endurupptöku ákvörðunar um álagningu stöðvunarbrotagjalds

Endurupptaka (andmæli)

Ákvörðun um álagningu

Endurupptaka

(andmæli)

Ný umferðarlög 03.01.2020 13:04

1.janúar 2020 tóku gildi ný umferðarlög, lög nr. 77 frá 25.júní 2019. Stöðuverðir hafa frá því að núverandi lög, lög nr. 50 frá árinu 1987, haft heimild til að setja stöðubrotagjöld vegna bifreiða sem leggja t.d. á gangstétt, of nálægt vegamótum, stæði merktu fötluðum og innan við 5 metra frá gangbraut svo eitthvað sé nefnt en helsta breytingin í nýjum umferðarlögum hvað varðar eftirlit stöðuvarða og lögreglu verður sú að við ákvæðum sem áður voru sektir við, einsog t.d. að leggja við brunahana, fyrir innkeyrslum og öfugt við akstursstefnu verður farið að setja stöðubrotsgjald. Einnig eru nokkur ný ákvæði í umferðarlögunum, aðallega hvað varðar sérmerkt stæði einsog fyrir rafbíla, fólksbíla ofl. Ný umferðarlög er að finna hér https://www.althingi.is/lagas/nuna/2019077.html

fyrir þá sem vilja kynna sér þetta betur en við viljum sérstaklega benda á 109.grein umferðarlaganna og þær helstu greinar sem þar er vísað í, þ.e. 28.gr. og 29. gr. ofl. Um töluverðar breytingar er að ræða og því hvetja starfsmenn Bílastæðasjóðs alla til að kynna sér ný umferðarlög. Lista yfir stöðubrot er að finna hér.