Gjaldskyld bílastæði
Nýjar íbúakortareglur 15.04.2021 09:13
Nýjar og endurbættar reglur um íbúakort gera fleirum kleift að sækja um.
Um árabil hefur verið hægt að sækja um íbúakort hjá Bílastæðasjóði ef umsækjandi á lögheimili nálægt gjaldskyldu svæði eða á öðru skilgreindu íbúakortasvæði. Þann 8. apríl sl. voru nýjar reglur um bílastæðakort íbúa birtar í Stjórnartíðindum og tóku þær þegar gildi.
Með nýjum reglum þarf ekki lengur að skila inn afriti húsaleigusamnings en í staðinn er komið nýtt eyðublað vegna samþykkis íbúðareiganda sem allir umsækjendur, aðrir en skráður eigandi eignar, þurfa að skila inn útfylltu. Á móti kemur að ríkari krafa er gerð um að fastanúmer eignar (og rýmisnúmer ef fleiri en ein íbúð er undir því fastanúmeri) sé tilgreint í samþykkinu.
Einnig er ekki lengur nauðsynlegt að eigandi og umráðamaður bifreiðar hafi sama lögheimili.
Kynntu þér reglurnar nánar hérna á síðunni https://www.bilastaedasjodur.is/ibuakort/reglur-um-ibuakort