Leggðu eins og meistari


E


Ósk um endurupptöku ákvörðunar um álagningu stöðvunarbrotagjalds

Endurupptaka (andmæli)

Ákvörðun um álagningu

Endurupptaka

(andmæli)

P-merki

Stæðiskort fyrir hreyfihamlaða veitir handhafa þess heimild til að leggja í sérmerkt bílastæði fyrir hreyfihamlaða og leggja án endurgjalds í gjaldskyld útistæði.

Í bílastæðashúsum veita stæðiskortin forgang til að leggja í sérmerkt stæði fyrir hreyfihamlaða en greiða þarf fyrir stæðið eins og önnur stæði í húsinu.

Mikilvægt er að stæðiskortið sé ávallt sýnilegt í framrúðu við eftirlit. Kortinu skal komið fyrir innan í framrúðu þannig að gildistími á framhlið þess sé vel sýnilegur að utan.

Það eru lögreglustjórar (sýslumenn utan Reykjavíkur) sem gefa út stæðiskort fyrir hreyfihamlaða. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sér um útgáfu kortanna á höfuðborgarsvæðinu.

Umsækjendur þurfa að fylla út umsókn og skila inn ásamt læknisvottorði og ljósmynd (passamynd).  Viðkomandi lögreglustjóri leggur síðan mat á umsókn um stæðiskort og gefur út stæðiskortið að uppfylltum skilyrðum reglugerðar um útgáfu stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða nr. 1130/2016. Eyðublöð er hægt að nálgast á vef lögreglunnar.

Vakin er athygli á því að kortin eru gefin út að hámarki til fimm ára í senn. Kortin eru gefin út á einstakling en ekki bílnúmer.

Reglugerð um útgáfu og notkun stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða, nr. 1130/2016
 

Sérmerkt bílastæði hreyfihamlaða

Upplýsingar um sérmerkt stæði fyrir hreyfihamlaða veitir þjónustumiðstöð Laugardals, Háaleitis og Bústaða, sími 411-1500.