Leggðu eins og meistari


E


Ósk um endurupptöku ákvörðunar um álagningu stöðvunarbrotagjalds

Endurupptaka (andmæli)

Ákvörðun um álagningu

Endurupptaka

(andmæli)

P-kortHér er hægt að kaupa, fylla á og skoða stöðu P-korta í vefverslun okkar
Fyrirtæki og einstaklingar geta keypt svokölluð P-kort. Kortið gildir eingöngu við gjaldskyld stæði hjá Bílastæðasjóði. Kortin gilda ekki lengur í bílahús. Innistæðu á kortunum er ekki hægt að leysa fyrir reiðufé. 


Reglur um P-kort

1. Umsókn og útgáfa P-korts

Skrifstofa Bílastæðasjóðs Reykjavík gefur út P-kort. Til þess að unnt sé að afgreiða umsókn áskilur Bílastæðasjóður sér rétt til þess að afla nauðsynlegra upplýsinga um umsækjanda og áskilur sér um leið rétt til að hafna umsókn.

2. Samþykki
Korthafi skal kynna sér vandlega reglur P-korts. Þegar umsækjandi setur nafn sitt undir umsókn um P-kort samþykkir hann að fara í einu og öllu að reglum kortsins.

3. Yfirlit
Upplýsingar um stöðu kortsins og færslur er að finna á www.bilastaedasjodur.is

4. Glatað kort
Glatist kortið skal tilkynna það til Bílastæðasjóðs, sími 411-1111 til að hægt sé að loka því. Handhafi kortsins ber ábyrgð á öllum greiðslum sem verða vegna notkunar P-kortsins. Útgefendur kortsins eru ekki ábyrgir ef kortið glatast. Bílastæðasjóður endurgreiðir ekki upphæðir sem greiddar eru inná P-kort né kostnað við sendingu.

5. Gildistími
Gildistími kortsins er 5 ár frá kaupdegi.

6. Ágreiningsefni
Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessa samnings eða vegna brota á skilmálum, efndir hans eða annað sem tilgreint er í samningnum eru aðilar sammála um að mál megi reka fyrir héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991. Skilmálar þessir gilda frá 1. mars 2013.