Leggðu eins og meistari


E


Ósk um endurupptöku ákvörðunar um álagningu stöðvunarbrotagjalds

Endurupptaka (andmæli)

Ákvörðun um álagningu

Endurupptaka

(andmæli)

Stöðvunarbrotagjöld

 

Stöðvunarbrotagjöld eru tvenns konar. Annars vegar aukastöðugjöld sem lögð eru á bifreiðar þar sem ekki hefur verið greitt fyrir afnot gjaldskylds  bílastæðis eða greitt hefur verið fyrir of stuttan tima. Hins vegar eru stöðubrotsgjöld sem lögð eru á ökutæki vegna ólöglegra lagninga skv. nánari heimildum umferðarlaga. 

Aukastöðugjald

Þetta gjald (sem í daglegu tali er kallað stöðumælasekt) er 4.500.- krónur. Að frádregnum staðgreiðsluafslætti (ef greitt er innan þriggja virkra daga frá álagningu) er upphæðin 3.400.- krónur. Sé gjaldið ógreitt 14 dögum eftir álagningu hækkar það úr 4.500.- krónum í 6.750.- krónur og gjöld sem enn eru ógreidd 28 dögum eftir álagningu hækka í 9.000.- krónur

Stöðubrotsgjald

Stöðubrotsgjald er lagt á bifreið þegar stöðvað eða lagt er undir bannmerki, stöðvað á gangstétt, of nærri gangbraut eða við aðrar nánar tilteknar aðstæður sbr. 109. grein umferðarlega nr. 77/2019. Það er nú 10.000,- krónur en að frádregnum staðgreiðsluafslætti (ef greitt er innan þriggja virkra daga frá álagningu)er það 8.900,- krónur. Sé gjald ógreitt 14 dögum eftir álagningu hækkar það í 15.000,- krónur og gjöld sem enn eru ógreidd 28 dögum eftir álagningu hækka það í 20.000,- krónur.

Stöðubrotsgjald - bílastæði hreyfihamlaðra

Gjaldið fyrir að leggja í bílastæði hreyfihamlaðra án þess að gildu stæðiskorti fyrir hreyfihamlaða sé framvísað er 20.000,- krónur. Að frádregnum staðgreiðsluafslætti (ef greitt er innan þriggja virkra daga frá álagningu) er gjaldið 18.900,- krónur en sé gjaldið ógreitt 14 dögum eftir álagningu hækkar gjaldið í 30.000,- krónur. Sé það enn ógreitt eftir 28 daga hækkar það í 40.000,- krónur.

Rökstuðningur

Aðili máls getur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðun álagningar. Beiðni um rökstuðning fyrir ákvörðun skal bera fram innan 14 daga frá því að álagning var lögð á ökutæki og verður henni svarað innan 14 daga frá því að hún barst.

Endurupptaka

Heimilt er að óska eftir endurupptöku ákvörðunar um álagningu stöðvunarbrotagjalds innan 28 daga frá dagsetningu álagningar. Almennur afgreiðslutími er 2-4 vikur.